Stuðningsmaður Ingvars reyndi að koma í veg fyrir að stuðningsfólk Ísaks færi á kjörstað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 20:00 Einstaklingar á kjörskrá fengu skilaboð um dularfulla græna rútu degi fyrir kosninguna Stuðningsmenn Ísaks Rúnarssonar, annars tveggja frambjóðenda til formanns SUS, vöknuðu á laugardag upp við SMS-skilaboð um að rúta færi fljótlega frá Sauðarkróki til Reykjavíkur. Stuðningshópurinn gisti eina nótt á Sauðárkróki á leið sinni til Eskifjarðar landsþing SUS fór fram. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi var slegið upp balli á Sauðárkróki fyrir stuðningsmenn Ísaks og var för þeirra svo heitið á landsþingið á laugardeginum. Stór hópur ferðaðist saman á Sauðarkrók á föstudag og reyndi ónefndur stuðningsmaður Ingvars Smára Birgissonar, mótframbjóðanda Ísaks, að hvetja þetta fólk til þess að snúa aftur heim til höfuðborgarsvæðisins. Þeir aðilar hefðu þá ekki tekið þátt í kosningunni á sunnudag. Skilaboðin voru send á fólk á kjörskrá: „Þreyttir, þunnir eða leiðir hafa kost á því að taka rútu kl.11:00 beint til Reykjavíkur. Græn rúta. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt að taka frá í þessu númeri.“ Samkvæmt heimildum Vísis keyrði rútubílstjórinn langa leið til Sauðárkróks til þess eins að sækja stuðningsmenn Ísaks Einars. Heyrði af þessu máli „Já, ég hef heyrt af þessu, þessi rúta var ekki á vegum framboðsins en mér skilst að stuðningsmaður minn hafi sent þessa rútu. Mér finnst ekki við hæfi að nafngreina þennan einstakling,“ segir Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við Vísi. „Ég heyrði af þessu þegar þetta var að gerast,“ svaraði Ingvar Smári aðspurður um það hvort hann hafi vitað af þessu ráðabruggi fyrirfram. Ingvar Smári telur ekki að þessi rúta sem keyrði frá Sauðarkróki til Reykjavíkur hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. „Ég held nú ekki, efast stórlega um það.“ Hann sagðist ekki vita hversu margir úr hópi Ísaks hefðu þegið far með þessari rútu heim og hætt við að fara til Eskifjarðar að kjósa. Samkvæmt heimildum Vísis þáði enginn af stuðningsmönnum Ísaks far með rútunni og fór hún farþegalaus frá Sauðarkróki.Veit ekki til þess að neinum hafi verið meinað að kjósa Fjallað hefur verið um lögheimilisflutninga stuðningsmanna í aðdraganda kosninganna. Ingvar Smári segir að stuðningsfólk frá báðum framboðum sem flutt hafi lögheimilið sitt hafi verið tekið til hliðar þegar verið var að kjósa í gær. Var þeim vísað frá kjörstjórn yfir til kjörbréfanefndar þar sem að farið var yfir þetta. „Svo ég viti til var engum hafnað vegna lögheimilisflutninga á þessu landsþingi,“ segir Ingvar Smári. Ekki náðist í Ísak Einar við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt heimildum Vísis telja hans stuðningsmenn að ekki hafi allir fengið að kjósa sem komu á vegum Ísaks til Eskifjarðar. Aðeins munaði 12 atkvæðum og stóð Ingvar Smári uppi sem sigurvegari. Greidd voru 448 atkvæði en Ingvar Smári fékk 222 af gildum atkvæðum en Ísak Einar 210. Tengdar fréttir Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31 Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00 Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30 Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Stuðningsmenn Ísaks Rúnarssonar, annars tveggja frambjóðenda til formanns SUS, vöknuðu á laugardag upp við SMS-skilaboð um að rúta færi fljótlega frá Sauðarkróki til Reykjavíkur. Stuðningshópurinn gisti eina nótt á Sauðárkróki á leið sinni til Eskifjarðar landsþing SUS fór fram. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi var slegið upp balli á Sauðárkróki fyrir stuðningsmenn Ísaks og var för þeirra svo heitið á landsþingið á laugardeginum. Stór hópur ferðaðist saman á Sauðarkrók á föstudag og reyndi ónefndur stuðningsmaður Ingvars Smára Birgissonar, mótframbjóðanda Ísaks, að hvetja þetta fólk til þess að snúa aftur heim til höfuðborgarsvæðisins. Þeir aðilar hefðu þá ekki tekið þátt í kosningunni á sunnudag. Skilaboðin voru send á fólk á kjörskrá: „Þreyttir, þunnir eða leiðir hafa kost á því að taka rútu kl.11:00 beint til Reykjavíkur. Græn rúta. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt að taka frá í þessu númeri.“ Samkvæmt heimildum Vísis keyrði rútubílstjórinn langa leið til Sauðárkróks til þess eins að sækja stuðningsmenn Ísaks Einars. Heyrði af þessu máli „Já, ég hef heyrt af þessu, þessi rúta var ekki á vegum framboðsins en mér skilst að stuðningsmaður minn hafi sent þessa rútu. Mér finnst ekki við hæfi að nafngreina þennan einstakling,“ segir Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við Vísi. „Ég heyrði af þessu þegar þetta var að gerast,“ svaraði Ingvar Smári aðspurður um það hvort hann hafi vitað af þessu ráðabruggi fyrirfram. Ingvar Smári telur ekki að þessi rúta sem keyrði frá Sauðarkróki til Reykjavíkur hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. „Ég held nú ekki, efast stórlega um það.“ Hann sagðist ekki vita hversu margir úr hópi Ísaks hefðu þegið far með þessari rútu heim og hætt við að fara til Eskifjarðar að kjósa. Samkvæmt heimildum Vísis þáði enginn af stuðningsmönnum Ísaks far með rútunni og fór hún farþegalaus frá Sauðarkróki.Veit ekki til þess að neinum hafi verið meinað að kjósa Fjallað hefur verið um lögheimilisflutninga stuðningsmanna í aðdraganda kosninganna. Ingvar Smári segir að stuðningsfólk frá báðum framboðum sem flutt hafi lögheimilið sitt hafi verið tekið til hliðar þegar verið var að kjósa í gær. Var þeim vísað frá kjörstjórn yfir til kjörbréfanefndar þar sem að farið var yfir þetta. „Svo ég viti til var engum hafnað vegna lögheimilisflutninga á þessu landsþingi,“ segir Ingvar Smári. Ekki náðist í Ísak Einar við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt heimildum Vísis telja hans stuðningsmenn að ekki hafi allir fengið að kjósa sem komu á vegum Ísaks til Eskifjarðar. Aðeins munaði 12 atkvæðum og stóð Ingvar Smári uppi sem sigurvegari. Greidd voru 448 atkvæði en Ingvar Smári fékk 222 af gildum atkvæðum en Ísak Einar 210.
Tengdar fréttir Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31 Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00 Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30 Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31
Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00
Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30
Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40