Eitrað fyrir heimilisketti á Selfossi: „Hún var svo kvalin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2017 19:35 Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47