Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og vandræðakötturinn Gosi. Mynd/Aldís Hafsteinsdóttir „Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira