Ekki er hægt að segja að fljótandi vatn leynist á plánetunum. Eins og það er útskýrt á Stjörnufræðivefnum þá mældu vísindamennirnir útfjólublátt ljós frá reikistjörnunum í sólkerfinu. Það klýfur vatnsgufu úr lofthjúpum í vetni og súrefni.
Vetnið streymir út í geiminn, þar sem það er mjög létt og með því að mæla það telja vísindamennirnir að reikistjörnurnar hafi tapað miklu magni af vatni í gegnum tíðina. Þá sérstaklega innstu reikistjörnurnar Trappist-1a og 1b.
Þær gætu hafa misst vatn sem jafngildir um tuttugu sinnum því magni sem finna má í höfum jarðarinnar á átta milljörðum ára.
Sjá einnig: Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin
Pláneturnar e,f og g hafa líklega tapað mun minna af vatni. Mögulegt er að þar sé enn vatn og jafnvel í fljótandi formi. Vísindamennirnir taka þó fram að ekki sé hægt að segja af eða á.
Hubble delivers first hints of possible water content of Earth-sized TRAPPIST-1 #exoplanets https://t.co/XCcSjUrAnT pic.twitter.com/FDDiOdHa0x
— ESA Science (@esascience) August 31, 2017