„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 10:00 Helgi Hjörvar fyrrverandi þingmaður varð sér úti um gervigreindarsólgleraugu fyrir tveimur vikum. Vísir/Ívar Fannar Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“ Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“
Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira