„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56