„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent