Öngvar málsbætur Bubbi Morthens skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar