Forstjóri SS segir allar tengingar auglýsinga við nasista fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 12:31 Steinþór Skúlason hjá SS segir það afar langsótt að telja að þarna sé verið að vísa til öryggis- og hersveita þýska Nasistaflokksins. „Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira