Túrtappar, bleiur og eyrnapinnar í tonnavís látið gossa í klósettin Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 14:34 Ef skoðaðar eru tölur um magn rusls sem höfuðborgarbúar láta góssa í klósett sín er erfitt að líta hjá þeirri staðreynd að þeir séu upp til hópa sóðar. Gettys Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“ Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Höfuðborgarbúar henda hundruðum tonna af rusli í klósettin sín. Þetta kemur fram í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Veitna við fyrirspurn Vísis. Í fyrra voru 130 tonn sem komu frá hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum urðuð. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli. Í fréttum RUV í gær, sem hefur látið bilunina mjög til sín taka, kom fram að í kjölfar þeirrar bilunar hefur magn af túrtöppum, bleium og eyrnapinnum í fjörum landsins aukist. Skal engan undra. Á undanförnum tveimur árum og það sem af er ársins 2017 hafa verið síuð rúmlega 153 tonn af af rusli í hreinsistöðinni í Ánanaustum og 164 tonn skiluðu sér í hreinsistöðinni í Klettagörðum.Þetta eru magntölur þess sem síað er úr skólpi í hreinsistöðvunum í Ánanaustum og Klettagörðum. Í þær fer allt skolp úr Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Höfuðborgarbúar verða því að teljast nokkuð hirðulausir um umhverfi sitt, í ljósi þessa. Í þessum tölum er eingöngu um að ræða rusl en annað, svo sem fita og sandur, er tekinn frá skolpi á öðrum stað í ferlinu. Um er að ræða tölur tveggja síðustu ára til dagsins í dag en lengra nær samanburður ekki þar sem fráveituúrgangur dróst mikið saman í kjölfar þess að búnaður til að þvo ristarúrgang og sand í hreinsistöðvum að Klettagörðum og Ánanaustum var settur upp í byrjun árs 2015. Í fyrra skrifaði Fjóla Jóhannesdóttir fagstjóri fráveitu Veitna athyglisverða grein, sem virðist hafa farið fram hjá flestum ef litið er til alls ruslsins sem látið er fara í klósettin. Þar segir meðal annars: „Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír.“
Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00