Fiskeldisspekúlantar ekki búnir að kaupa Bubba Morthens Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 11:19 Bubbi segir að afstaða hans hafi ekkert breyst þó hann spili á bæjarhátíð sem Arnarlax styrki. Bubbi Morthens tónlistarmaður segir ekkert ankannalegt við það þó hann spili á hátíð sem Arnarlax styrki. Hann segir það reyndar fáránlegt bull. Það þó hann sé yfirlýstur andstæðingur sjókvíaeldis, en fyrirtækið Arnarlax er umfangsmikið á því sviði. „Ég er að fara að spila fyrir fólkið í Bíldudal. Arnarlax er að sponsorera Bíldudals grænar baunir. Bæjarhátíðina sem hefur verið haldin árum saman. Skárra væri það nú ef menn geta ekki tekið tónlistinni minni fagnandi þó þeir séu ekki sammála skoðunum mínum,“ segir Bubbi.Bubbi okkar MorthensHann var að gera sig kláran í að aka vestur til Bolungarvíkur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann, en þar vestra fer fram í dag mikil bæjarhátíð. Í auglýsingu frá Arnarlaxi kemur fram að fyrirtækið ætli að „starta Bíldudals grænum með Bubba og Arnarlax!“ Boðið verður uppá grillaðan lax við Skrímslasetrið og klukkan 17:30 mun „Bubbi okkar Morthens stíga á stokk og taka öll sín bestu lög.“ Bubba og Arnarlax? Bubbi okkar Mortens? Mörgum laxveiðimanninum er brugðið. Er Bubbi að svíkja málstaðinn?Bubbi okkar Morthens, segja Arnarlaxmenn kátir.En, Bubbi segir þetta alveg fáránlegt og segir af og frá að Arnarlax sé að kaupa ímynd sína. Og af og frá að hann hafi látið kaupa sig og skoðanir sínar. Sem hafa í þessu ekkert breyst. Þarna sé væntanlega verið að vitna til þess að þar fari tónlistarmaðurinn Bubbi og hann er allra. Bubbi spyr blaðamann hvers vegna þetta geti ekki farið saman? Og blaðamaður Vísis reynir ekki að svara því.Afstaða Bubba ekkert breyst „Arnarlax er að sponsorera bæjarhátíð. Þetta er svipað og að ég gæti ekki spilað á Akureyri á einhverjum tímum ef Samherji væri að leggja pening í einhverja hátíð, eða Vestmannaeyjum því þar væri eitthvað fyrirtæki sem gerir út á kvóta... þetta er óendanlegt bull,“ segir Bubbi og heldur áfram að rekja dæmi: Mega umhverfisverndarsinnar ekki fljúga af því að flugvélar menga? „Þó Arnarlax sé að leggja pening í bæjarhátíð? Hvað annað ættu þessir karlar að gera nema leggja pening í bæjarfélagið til að halda sínum standard og sínu gúddvilli? Ég er að spila þar. Bara af því að ég er mótfallinn sjókvíaeldi á þá að fara að gera þetta eitthvað ankannalegt? Nei. Afstaða mín mun ekkert breytast. Ég lít á þetta sem algjört bull og ég hlakka mikið til að spila fyrir heimamenn og Ísfirðinga á morgun,“ segir Bubbi brattur sem aldrei fyrr. Segist njóta þess mjög að vera „on the road“ eins og það heitir uppá engilsaxnesku. Tengdar fréttir Svart laxeldi Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. 27. febrúar 2017 08:00 Svart laxeldi Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? 14. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Bubbi Morthens tónlistarmaður segir ekkert ankannalegt við það þó hann spili á hátíð sem Arnarlax styrki. Hann segir það reyndar fáránlegt bull. Það þó hann sé yfirlýstur andstæðingur sjókvíaeldis, en fyrirtækið Arnarlax er umfangsmikið á því sviði. „Ég er að fara að spila fyrir fólkið í Bíldudal. Arnarlax er að sponsorera Bíldudals grænar baunir. Bæjarhátíðina sem hefur verið haldin árum saman. Skárra væri það nú ef menn geta ekki tekið tónlistinni minni fagnandi þó þeir séu ekki sammála skoðunum mínum,“ segir Bubbi.Bubbi okkar MorthensHann var að gera sig kláran í að aka vestur til Bolungarvíkur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann, en þar vestra fer fram í dag mikil bæjarhátíð. Í auglýsingu frá Arnarlaxi kemur fram að fyrirtækið ætli að „starta Bíldudals grænum með Bubba og Arnarlax!“ Boðið verður uppá grillaðan lax við Skrímslasetrið og klukkan 17:30 mun „Bubbi okkar Morthens stíga á stokk og taka öll sín bestu lög.“ Bubba og Arnarlax? Bubbi okkar Mortens? Mörgum laxveiðimanninum er brugðið. Er Bubbi að svíkja málstaðinn?Bubbi okkar Morthens, segja Arnarlaxmenn kátir.En, Bubbi segir þetta alveg fáránlegt og segir af og frá að Arnarlax sé að kaupa ímynd sína. Og af og frá að hann hafi látið kaupa sig og skoðanir sínar. Sem hafa í þessu ekkert breyst. Þarna sé væntanlega verið að vitna til þess að þar fari tónlistarmaðurinn Bubbi og hann er allra. Bubbi spyr blaðamann hvers vegna þetta geti ekki farið saman? Og blaðamaður Vísis reynir ekki að svara því.Afstaða Bubba ekkert breyst „Arnarlax er að sponsorera bæjarhátíð. Þetta er svipað og að ég gæti ekki spilað á Akureyri á einhverjum tímum ef Samherji væri að leggja pening í einhverja hátíð, eða Vestmannaeyjum því þar væri eitthvað fyrirtæki sem gerir út á kvóta... þetta er óendanlegt bull,“ segir Bubbi og heldur áfram að rekja dæmi: Mega umhverfisverndarsinnar ekki fljúga af því að flugvélar menga? „Þó Arnarlax sé að leggja pening í bæjarhátíð? Hvað annað ættu þessir karlar að gera nema leggja pening í bæjarfélagið til að halda sínum standard og sínu gúddvilli? Ég er að spila þar. Bara af því að ég er mótfallinn sjókvíaeldi á þá að fara að gera þetta eitthvað ankannalegt? Nei. Afstaða mín mun ekkert breytast. Ég lít á þetta sem algjört bull og ég hlakka mikið til að spila fyrir heimamenn og Ísfirðinga á morgun,“ segir Bubbi brattur sem aldrei fyrr. Segist njóta þess mjög að vera „on the road“ eins og það heitir uppá engilsaxnesku.
Tengdar fréttir Svart laxeldi Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. 27. febrúar 2017 08:00 Svart laxeldi Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? 14. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Svart laxeldi Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. 27. febrúar 2017 08:00
Svart laxeldi Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? 14. febrúar 2017 07:00