Rudolph: Fæ að heyra það ef ég skila ekki fantasy-stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 14:30 Kyle Rudolph fann sig vel í Kórnum. Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“ NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“
NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30
Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00
Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00