PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2017 13:45 Jóhannes Þór segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær. Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“ Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“
Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02