Stríðsiðnaðurinn nærður Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar