Stríðsiðnaðurinn nærður Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun