Unglingi ógnað og farsíma rænt af honum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2017 10:38 Kristján greinir frá nöturlegri reynslu sonar síns 14 ára gömlum en honum var ógnað í Hafnarfirði og farsíma hans rænt. Lögregla hafði ekki erindi sem erfiði í leit að símanum. Stefán Kristjánsson, fjórtán ára unglingur, lenti í því í Hafnarfirði að tveir menn ógnuðu honum og höfðu af honum farsíma sem hann hafði fengið í fermingargjöf. Faðir Stefáns, Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður með meiru, greinir skilmerkilega frá þessu á Facebooksíðu sinni. Honum er að vonum brugðið og þá ekki síður syni hans. „Hann Stefán okkar (14 ára) lenti í ömurlegu atviki síðasta laugardag þegar hann var á leið til vinar síns í Hafnarfirði með strætó. Hann fer út við Reykjavíkurveg þar sem ungur maður (25-30 ára) stöðvar hann og ávarpar á ensku um að hann vanti síma til að hringja á lögregluna. Stefán sér aumur á manninum, lánar honum símann sinn og hann hrifsar hann af honum og skoðar hátt og lágt. Þegar Stefán biður um símann sinn aftur þá er honum ógnað af manninum sem var með félaga sinn með sér skrefum frá,“ segir Kristján Freyr.Drengurinn og foreldrar hans slegin vegna atviksins Og hann lýsir eftirleiknum: „Þeir strunsa þá burt með símann og Stefán hrópar á eftir þeim en þá gerir annar maðurinn sig líklegan til að ráðast á drenginn. Stefán hleypur þá burt og hinir tveir hverfa svo í aðra átt. Stefán var auðvitað afar ósáttur að tapa símanum sem hann fékk í fermingargjöf í fyrra frá okkur foreldrum hans en hann er einnig mjög sleginn yfir þessari leiðindaupplifun.“ Kristján segir leitt að börn fái þá tilfinningu að þau séu ekki örugg á götum úti: „Pössum uppá krakkana okkar en um leið leyfum ekki ótta eða tortryggni skemma frelsi og sakleysi þeirra.“Lögregla fann símann ekki Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfar þessa atviks og fyrir liggur skýrsla um atburðinn. Rakningarbúnaður var í símanum, sem leiddi til tiltekins heimilisfangs, en ekkert kom út úr því. Símarnir eru fljótir að hverfa vilji menn koma þeim undan. „Svona búnaður gefur ekki mjög nákvæma staðsetningu, hann þrengir leitina verulega en þetta getur verið blokk sem í búa 300 manns, sem dæmi. Þannig að þó síminn gefi upplýsingar um á hvaða svæði hann er, þá er ekki þar með sagt að hægt sé að ganga að honum vísum. En, þrengir leitina vissulega,“ segir Sævar spurður um hvort rakningarbúningur GSM-síma veiti falskt öryggi? Sævar segir farsímastuld algengan en ekki með þessum hætti. Helst er að þeim sé stolið á skemmtistöðum þegar og ef fólk leggur þá frá sér. En, rán með þessum hætti eru ekki algeng. „En vissulega kemur þetta fyrir. Þessi mál eru ekki algeng en poppa upp. En ég hef í sjálfu sér ekkert í höndunum um að þeim sé að fjölga. Ég á erfitt með að svara svona fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni. Erfitt að skjóta einhverju fram um það. En, það er ekki mín tilfinning.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stefán Kristjánsson, fjórtán ára unglingur, lenti í því í Hafnarfirði að tveir menn ógnuðu honum og höfðu af honum farsíma sem hann hafði fengið í fermingargjöf. Faðir Stefáns, Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður með meiru, greinir skilmerkilega frá þessu á Facebooksíðu sinni. Honum er að vonum brugðið og þá ekki síður syni hans. „Hann Stefán okkar (14 ára) lenti í ömurlegu atviki síðasta laugardag þegar hann var á leið til vinar síns í Hafnarfirði með strætó. Hann fer út við Reykjavíkurveg þar sem ungur maður (25-30 ára) stöðvar hann og ávarpar á ensku um að hann vanti síma til að hringja á lögregluna. Stefán sér aumur á manninum, lánar honum símann sinn og hann hrifsar hann af honum og skoðar hátt og lágt. Þegar Stefán biður um símann sinn aftur þá er honum ógnað af manninum sem var með félaga sinn með sér skrefum frá,“ segir Kristján Freyr.Drengurinn og foreldrar hans slegin vegna atviksins Og hann lýsir eftirleiknum: „Þeir strunsa þá burt með símann og Stefán hrópar á eftir þeim en þá gerir annar maðurinn sig líklegan til að ráðast á drenginn. Stefán hleypur þá burt og hinir tveir hverfa svo í aðra átt. Stefán var auðvitað afar ósáttur að tapa símanum sem hann fékk í fermingargjöf í fyrra frá okkur foreldrum hans en hann er einnig mjög sleginn yfir þessari leiðindaupplifun.“ Kristján segir leitt að börn fái þá tilfinningu að þau séu ekki örugg á götum úti: „Pössum uppá krakkana okkar en um leið leyfum ekki ótta eða tortryggni skemma frelsi og sakleysi þeirra.“Lögregla fann símann ekki Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfar þessa atviks og fyrir liggur skýrsla um atburðinn. Rakningarbúnaður var í símanum, sem leiddi til tiltekins heimilisfangs, en ekkert kom út úr því. Símarnir eru fljótir að hverfa vilji menn koma þeim undan. „Svona búnaður gefur ekki mjög nákvæma staðsetningu, hann þrengir leitina verulega en þetta getur verið blokk sem í búa 300 manns, sem dæmi. Þannig að þó síminn gefi upplýsingar um á hvaða svæði hann er, þá er ekki þar með sagt að hægt sé að ganga að honum vísum. En, þrengir leitina vissulega,“ segir Sævar spurður um hvort rakningarbúningur GSM-síma veiti falskt öryggi? Sævar segir farsímastuld algengan en ekki með þessum hætti. Helst er að þeim sé stolið á skemmtistöðum þegar og ef fólk leggur þá frá sér. En, rán með þessum hætti eru ekki algeng. „En vissulega kemur þetta fyrir. Þessi mál eru ekki algeng en poppa upp. En ég hef í sjálfu sér ekkert í höndunum um að þeim sé að fjölga. Ég á erfitt með að svara svona fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni. Erfitt að skjóta einhverju fram um það. En, það er ekki mín tilfinning.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira