Segir það brandara að hann sé í hópi 100 bestu leikmanna NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:30 JJ Watt. Vísir/Getty Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira