Donald Trump harðorður í garð Írans Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 18:56 Trump flytur ræðu frammi fyrir leiðtogum múslimaríkja í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Fyrir aftan hann sitja dóttir hans, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar, Jared Kushner. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05