Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur?
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar