Vísbendingar um að heilsuúrin séu langt frá því að gefa upp rétta mynd af brennslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 19:47 Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu, segir einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum. Heilsa Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum.
Heilsa Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira