Einn ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna, Chris Berman, er í sárum eftir að eiginkona hans lést í gær.
Katherine Berman lenti í bílslysi. Bíllinn hennar rann í kjölfarið út af veginum og endaði á hvolfi ofan í læk. Berman var 67 ára gömul.
Ökumaður hins bílsins var 87 ára gamall og lést einnig í bílslysinu.
Berman-hjónin höfðu verið gift í 33 ár og eiga tvö börn saman.
Missti eiginkonuna í bílslysi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
