Innlent

Bein útsending: Opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Alþingisgarðinum.
Úr Alþingisgarðinum. Vísir/GVA
Opinn fundur verður í velferðarnefnd um fjármálaáætlun 2018-2022. Fundurinn hefst klukkan 9 og verða gestir fundarins þau María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.

Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Nichole Leigh Mosty frá Bjartri framtíð er formaður velferðarnefndar og Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir frá Sjálfstæðisflokki varaformenn. Aðrir sem eiga sæti í nefndinni eru Birgir Ármannsson (Sjálfstæðisflokki ), Elsa Lára Arnardóttir (Framsóknarflokki), Guðjón S. Brjánsson (Samfylkingu), Halldóra Mogensen (Pírötum), Jóna Sólveig Elínardóttir (Viðreisn) og Steingrímur J. Sigfússon (Vinstri grænum).

Fylgjast má með útsendingunni að neðan.


Tengdar fréttir

Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun.

Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið

Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða.

Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi

Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×