Þegar Hernandez sá dóttur sína í síðasta sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 12:30 Hernandez sendir dóttur sinni fingurkoss. Það reyndist vera kveðjukoss föðurins sem nú er látinn aðeins 27 ára að aldri. vísir/getty Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum. NFL Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira
Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum.
NFL Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sjá meira