Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn Bubbi Morthens skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina. Þegar krónan liggur sveitt og veik undir þunga gróðans þá hvísla þeir í græðgisbríma: Ó, ég elska þig svo heitt. En um leið og krónan er komin á fætur styrkum fótum og vill ekki þýðast þá, þá kalla þeir til blaðamannafundar og ofbeldið er opinberað í örfáum orðum: Við munum hætta allri starfsemi hér og konurnar verða látnar fara. En á meðan sitja máfurinn og múkkinn sveittir við að reikna út arðinn á þessu ári. Enn og aftur detta nokkrir milljarðar í vasana. Samfélagsleg ábyrgð hlýtur að vera nýyrði í eyrum þeirra sem stjórna, því að ekki virðist það orð hringja bjöllum. Allt fólkið sem hefur unnið af trúmennsku og látið yfir sig ganga langa stranga daga, ljósa sem dökka, það er skotið niður líkt og tívolíendur, bara vegna þess að milljarðamæringarnir eru ekki að græða nóg. Bæjarsamfélagið ákveður af veikum mætti að reyna að þóknast herranum og leitar leiða til að gleðja hann. Þau stóðu tvö föl í svölum sjávarvindi, kona og nýi bæjarstjórinn, og stundu: Við erum í sjokki. Þetta er gömul saga. Hún gerðist líka í gær og mun gerast aftur á morgun. Örfá fyrirtæki gína yfir gapandi fiskum í sjónum og á þurru landi og skrapa völlinn með Excel-skjölunum sínum. Við viljum græða, þið hjálpið okkur til þess, syngja þeir á árshátíðinni þar sem þangskógurinn bylgjast til og frá og fiskar á þurru landi fá eina kvöldstund að deila sama rými og gróðaguðirnir. Eitt augnablik gleyma þau að þau eru fiskar fastir í netmöskvum manna sem hafa eitt áhugamál. Gróði, ó, þú sæti gróði, ó, þú dásamlegi gróði, umla þeir á milli máltíða. Svo vakna þeir upp hrópandi nei! Og konan spyr: Fékkstu martröð, elskan? Og það er stunið upp: Já. Hvað var það, ljúfurinn? Mig dreymdi samfélagslega ábyrgð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar