Romo hættur og farinn í sjónvarpið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 08:30 Romo kveður Kúrekana en ekki NFL-deildina. vísir/getty Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra. NFL Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra.
NFL Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira