Datt í það fjórum sinnum í viku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 14:15 Búsið var böl Ball en hann hefur nú snúið við blaðinu. vísir/getty Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Fyrrum hlaupari Denver Broncos, Montee Ball, er enn að slá sjálfan sig utan undir eftir að hafa sturtað NFL-ferli sínum ofan í klósettið með áfengisdrykkju. Ball var frábær hlaupari hjá Wisconsin-háskólanum og var síðan valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2013 af Broncos. Margir spáðu því að hann myndi eiga glæstan feril í NFL-deildinni. Ball var aftur á móti alkóhólisti og áfengisdrykkjan gerði út um feril leikmannsins sem er nú hættur að drekka enda hefur líf hans verið stjórnlaust um árabil. Hann byrjaði að drekka reglulega á næstsíðasta ári sínu í háskólanum og segist hafa verið að detta í það fjórum sinnum í viku.Taldi mig vera með öll svörin „Ég tók ekkert alvarlega. Ég var svo vitlaus að ég hélt að ég myndi spila fótbolta að eilífu. Á liðsfundum hékk ég bara í símanum og sleppti því að hlusta á ráð um hvernig ég ætti að undirbúa líf mitt eftir boltann,“ sagði Ball. „Ég nýtti ekki minn tíma til þess að hjálpa öðrum eða sjálfum mér. Ég var í vondum félagsskap og taldi mig vera með öll svörin. Ég er enn að slá sjálfan mig utan undir fyrir að hafa klúðrað öllu.“Ball ásamt goðsögninni, Peyton Manning. Ball sat í fangelsi er Peyton og félagar unnu Super Bowl. Þar hefði hann átt að vera með liðinu en klúðraði því.vísir/gettyÖlvaður á æfingu Hann mætti eitt sinn ölvaður á æfingu hjá Broncos. Hlauparaþjálfari Broncos bauð honum þá aðstoð til þess að takast á við drykkjuna en Ball hafnaði henni. Eftir tvö ár hjá Broncos losaði félagið sig við Ball. Hann fékk tækifæri til þess að æfa með New England Patriots en fékk ekki samning. Eftir tímann hjá Broncos lenti Ball í alls konar vandræðum og var meðal annars stungið í steininn eftir að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni. Þar var hann er félagar hans í Broncos-liðinu unnu Super Bowl-leikinn.„Þá grét ég í fangelsinu. Ég var á toppi lífsins og nokkrum mánuðum síðar sat ég í fangelsi á meðan félagar mínir voru að vinna Super Bowl. Það sveið alveg rosalega.“ Tvær fyrrverandi kærustur kærðu hann fyrir líkamsárás og svo hringdi þriðja fyrrum kærastan frá Denver og tjáði honum að hann væri orðinn faðir. Það breytti lífi Ball að fá þau tíðindi. Þá viðurkenndi hann að vera alkóhólisti og fór að taka á sínum málum. Í dag er Ball á réttri braut í lífinu á ný og sestur aftur á skólabekk í Wisconsin.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira