Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Álag á Hæstarétt eru rök fyrir að setja á fót millidómstig. vísir/gva Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira