Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun