Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar