Það er metþátttaka í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar og það stefnir í að næstum því 80 félög taki þátt í Íslandsmóti karla í ár.
Knattspyrnusamband Íslands fór yfir þátttökutilkynningar félaga í E-deild karla eða 4. deild karla eins og hún heitir.
Það stefnir í það að þátttökuliðum á Íslandsmóti meistaraflokks karla í knattspyrnu 2017 fjölgi um sex. 79 hafa skráð sig til leiks en þau voru 73 árið 2016.
Leikið verður í fjórum riðlum, þremum með 8 liðum og einum riðli með 9 liðum. Stefnt er að því að riðlaskipting og drög að niðurröðun leikja liggi fyrir mánudaginn 13. febrúar.
Sjö félög sem ekki léku 2016 hafa tilkynnt þátttöku: Álafoss, Drangey, Elliði, Hrunamenn, Kórdrengir, Skautafélag Reykjavíkur og Úlfarnir.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þátttökulið í 4. deild karla 2017:
Höfuðborgarsvæðið
Afríka
Augnablik
Álftanes
Hvíti Riddarinn
ÍH
Ísbjörninn
KB
KH
Kóngarnir
Kría
Léttir
Mídas
Stálúlfur
Vatnaliljur
Ýmir
Álafoss
Skautaf. Reykjav.
Kórdrengirnir
Úlfarnir
Elliði
Reykjanes
GG
Suðurland
Árborg
Hamar
KFR
KFS
Hrunamenn
Stokkseyri
Vesturland
Skallagrímur
Snæfell/UDN
Vestfirðir
Hörður Ísafirði
Norðurland
Geisli Aðaldal
Kormákur
Drangey
Kórdrengir eitt af sjö "nýjum“ félögum á metári í íslenska fótboltanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn