Að gera sitt allra besta Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið?
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar