Að gera sitt allra besta Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar