Innlent

Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín

Erna Agnes Sigurgerisdóttir skrifar
Sigmundur Davíð bíður eftir að stíga upp í pontu
Sigmundur Davíð bíður eftir að stíga upp í pontu Vísir/ Ernir
„Hver eru markmiðin?Við vitum það ekki og erum engu nær eftir umræðurnar hér í kvöld,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksis í ræðu sinni á Alþingi þar sem fóru fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir.

Ræddi hann um „plott“ ríkisstjórnarinnar á milli þess sem hann kallaði Viðreisn og Bjarta framtíð, „Tvíhöfðaflokkinn ViðreisnBF“ og Sigmundur velti síðan vöngum yfir stefnu „tvíhöfðaflokksins“ og gaf í skyn að málefni þeirra flokka hefðu fokið út í buskann með samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

„En auðvitað ættum við að gleðjast, virðulegur forseti, yfir því sem kannski einna mikilvægast við myndun þessarar ríkisstjórnar. Það er það að tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF skuli hafa gefið eftir nánast öll sín meginatriði ,“sagði Sigmundur og bætti við að formaður þess flokks væri „alræmdur  plottari“.

„Hvert verður viðeigandi plott í samskiptum við Evrópusambandið?“ spurði Sigmundur í því samhengi og hélt ræðu sinni áfram.

Hann taldi enga nýja stefnu hafa litið dagsins ljós og benti á að í hans stjórnartíð hefði ríkt sterk sýn innan ríkisstjórnarinnar sem mætti meðal annars sjá í því að eftir fyrsta hálfa árið hafi verið ráðist í framkvæmdir í risastórum breytingum.

„Nú höfum við lesið stjórnarsáttmálann og hlustað stefnuræðuna en við erum engu nær um til hvers þessi ríkisstjórn var mynduð. Var það bara vegna þess að hún var talin ívið skárri kostur en áframhaldani óvissuástand, áframhaldandi stjórnarkreppa sem að fylgdi einhverjum undarlegustu kosningum síðustu ára.“

Áður enn hann steig úr pontu sagði hann nýja ríkisstjórn vera  með óljósa sýn, takmarkaða stefnu og enga leiðir til að hrinda í framkvæmd.

 


Tengdar fréttir

Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn

Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×