Í síðustu viku var greint frá því að tökulið þáttanna væri mætt til Íslands en til stendur að taka upp á mismunandi stöðum á Íslandi til loka næstu viku. Ferðamenn hafa rekist á tökuliðið að störfum og birt myndir af því á samfélagsmiðlum.
Rétt er að vara lesendur við því að hér fyrir neðan verður fjallað um næstu þáttaröð af Game of Thrones. Þeir sem ekki hafa áhuga á að vita um meira um mögulega framvindu þáttanna ættu ekki að lesa lengra.
Came across a filming of season seven of @GameOfThrones while climbing a glacier in #Iceland. Now I'm even more excited for the #premier. pic.twitter.com/OlAt7M7Mns
— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 14, 2017
@internut364 He's the one in the slightly different colored coat and black hair. Here are a few more. Maybe you can spot The Hound? pic.twitter.com/tKNYNGH2gD
— Kearstin Patterson (@kearstin99) January 15, 2017
Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros auk þess sem myndir frá Íslandi hafa verið notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð.
Reikna má með að Ísland muni leika stórt hlutverk í þáttaröðinni sé horft til þeirra leikara sem eru nú staddir hér á landi við tökur en auk Harrington og Glen eru Joe Dempsie sem leikur Gendry og Paul Kaye sem leikur Thoros af Mýr einnig við tökur á Íslandi.
Að mati Watchers on The Wall vekur einnig athygli að Alan Taylor sé sá sem stýrir tökum á Íslandi. Hann mun leikstýra þætti sex í sjöundu þáttaröðinni sem mun vera næstsíðasti þátturinn að þessu sinni enda sjöunda þáttaröðin styttri en aðrar.
Aðdáendur Game of Thrones þekkja það líklega vel að næstsíðustu þættir hverjar þáttaraðar eru yfirleitt afar stórir og mikilvægir. Í sjöttu þáttaröð var afar mikill bardagi á milli Jon Snow og Ramsey Bolton og í þriðju þáttaröð fjallaði næstsíðasti þátturinn um rauða brúðkaupið þar sem hálf Stark-fjölskyldan var þurrkuð út.
Leiða má því líkur að því að Jon Snow, Jorah Mormont og föruneyti verði á ferð um landið handan Veggjarins og búast má við miklu miðað við að þetta muni verði sýnt í næstsíðasta þætti þáttaraðarinnar.
Tökur munu standa yfir hér á landi út vikuna en þáttaröðin verður frumsýnd síðar á árinu en hér að neðan má sjá fleiri myndir frá tökunum.