KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012. Mynd/Auðunn KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. Í gærkvöldi birtist tilkynning þess efnis á heimasíðu KA að aðalstjórn félagsins hafi ákveðið að „endurnýja ekki samninga milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu“. Samstarfið hefur verið í gildi síðan 2001 en í tilkynningunni kemur fram að aðalstjórn KA styðji óbreytt fyrirkomulag um að knattspyrnulið Þórs/KA spili í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um framhaldið en rekstur knattspyrnuliðs Þórs/KA er í höndum Þórs. KA/Þór mun klára núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en frá og með næsta keppnistímabili mun KA tefla fram handboltaliði undir eigin merkjum.Sýður stundum upp úr „Þetta hefur legið í loftinu í þó nokkuð langan tíma. Það hafa til að mynda komið fram óskir af hálfu iðkenda og foreldra að KA verði með sitt eigið kvennalið í knattspyrnu,“ sagði Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að það hafi orðið mikil fjölgun á iðkendafjölda í yngri flokkum og að ákvörðunin sé til hagsbóta fyrir KA til framtíðar. Eiríkur segir þó einnig að sambandið og samstarfið á milli félaganna hafi verið „frekar erfitt“. „Umræðan getur verið hatrömm og það sýður stundum upp úr,“ segir Eiríkur en vill ekki fara nánar út í þá sálma. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt.“Óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar.Vísir/AntonEkkert samstarf Árni Óðinsson, formaður Þórs, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að ákvörðun KA hafi komið á óvart. Að þetta hafi komið „bara eins og sleggja“. Hann vill ekki segja hvort að það sé vilji Þórs að tefla fram sameiginlegu liði Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, eins og KA er reiðubúið að styðja í sumar. „Það er spurning hvort það sé okkar vilji. Það hefur verið talað um þetta sem dæmi um frábært samstarf. Samstarfið hefur hins vegar ekki verið neitt, heldur hljómar samningurinn upp á að Þór reki kvennaknattspyrnuna á Akureyri undir heiti Þórs/KA. Það hefur aldrei komið króna frá KA, enda við aldrei ætlast til þess,“ sagði Árni við mbl.is.Leggja fram fjáraflanir Eiríkur segir að það sé ekki rétt - að KA hafi ekkert lagt fram í samstarfið. „Við höfum haft fjáraflanir sem við höfum boðið fram í samstarfinu. Við bjóðum þeim upp á að styðja samstarfið með þeim hætti áfram í sumar og svo verði skiptingin framkvæmd í haust,“ sagði Eiríkur. Þær fjáraflanir sem hann nefnir eru í tengslum við rekstur sjoppa á heimaleikjum KA og í tengslum við rekstur á N1-mótinu sem fer fram hvert sumar á Akureyri.Ekki komið illa fram við leikmennEiríkur ítrekar að samstarfinu hafi verið sagt upp í september síðastliðinn og að nú sé komið að því að taka ákvörðun um framhaldið. „Það er bara komið að því að tilkynna inn lið til keppni. Það eru síðustu forvöð til þess.“ Hann segir enn fremur að Hrefna Torfadóttir, formaður KA, hafi tilkynnt Árna um ákvörðun stjórnarinnar í símtali áður en tilkynningin var birt á heimasíðu félagsins. „Fyrir suma kom þetta á óvart, aðra ekki,“ segir Eiríkur en telur hann að það sé verið að koma illa fram við leikmenn sem hafi fyrst frétt þetta á fréttamiðlum í gærkvöldi? „Nei, það tel ég ekki. En ég ítreka að þetta var ekki létt ákvörðun.“Afrekin segja ekki alltAfar líklegt er að hvorki Þór né KA myndu ná að tefla fram jafn sterkum liðum nú og sameinuð lið félaganna, hvort sem er í handbolta eða fótbolta. „Til skammst tíma getur verið að það verði þannig. En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ segir Eiríkur. „Ég geri mér grein fyrir því að árangur sameinaðs liðs hefur verið mjög góður. En það segir ekki alla söguna.“ „Í sumum tilvikum erum við með afreksfólk sem vill ná sem allra lengt. En við erum líka með aðra iðkendur sem hafa gaman að því að stunda sína íþrótt.“ „Það er til dæmis mikið brottfall hjá stúlkum sem ganga upp úr þriðja flokki upp í annan [sem keppir undir merkjum Þórs/KA] og það er meðal annars rakið til þess að það er erfitt að fara á milli. Við erum líka að sinna þeim hópi með því að taka þessa ákvörðun.“ Andinn gæti verið betri Eiríkur segir að það sé algengt að íþróttafélög taki ákvarðanir sem þessar - að starfa saman og slíta svo samstarfinu. Hann vísaði til ÍBA sem tefldi fram sameiginlegum liðum á Akureyri á árum áður sem og samstarfs Gróttu og KR í handboltanum á sínum tíma. „Stundum vinna íþróttafélög saman, og stundum ekki,“ sagði hann. En telur hann að það hafi súrnað í samstarfi liðanna að undanförnu, sem hafi gert það að verkum að þessi ákvörðun var tekin af hálfu KA? „Ég tel allavega að samstarfið og andinn á milli félaganna gæti verið betri.“ Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. Í gærkvöldi birtist tilkynning þess efnis á heimasíðu KA að aðalstjórn félagsins hafi ákveðið að „endurnýja ekki samninga milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu“. Samstarfið hefur verið í gildi síðan 2001 en í tilkynningunni kemur fram að aðalstjórn KA styðji óbreytt fyrirkomulag um að knattspyrnulið Þórs/KA spili í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um framhaldið en rekstur knattspyrnuliðs Þórs/KA er í höndum Þórs. KA/Þór mun klára núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en frá og með næsta keppnistímabili mun KA tefla fram handboltaliði undir eigin merkjum.Sýður stundum upp úr „Þetta hefur legið í loftinu í þó nokkuð langan tíma. Það hafa til að mynda komið fram óskir af hálfu iðkenda og foreldra að KA verði með sitt eigið kvennalið í knattspyrnu,“ sagði Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að það hafi orðið mikil fjölgun á iðkendafjölda í yngri flokkum og að ákvörðunin sé til hagsbóta fyrir KA til framtíðar. Eiríkur segir þó einnig að sambandið og samstarfið á milli félaganna hafi verið „frekar erfitt“. „Umræðan getur verið hatrömm og það sýður stundum upp úr,“ segir Eiríkur en vill ekki fara nánar út í þá sálma. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt.“Óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar.Vísir/AntonEkkert samstarf Árni Óðinsson, formaður Þórs, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að ákvörðun KA hafi komið á óvart. Að þetta hafi komið „bara eins og sleggja“. Hann vill ekki segja hvort að það sé vilji Þórs að tefla fram sameiginlegu liði Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, eins og KA er reiðubúið að styðja í sumar. „Það er spurning hvort það sé okkar vilji. Það hefur verið talað um þetta sem dæmi um frábært samstarf. Samstarfið hefur hins vegar ekki verið neitt, heldur hljómar samningurinn upp á að Þór reki kvennaknattspyrnuna á Akureyri undir heiti Þórs/KA. Það hefur aldrei komið króna frá KA, enda við aldrei ætlast til þess,“ sagði Árni við mbl.is.Leggja fram fjáraflanir Eiríkur segir að það sé ekki rétt - að KA hafi ekkert lagt fram í samstarfið. „Við höfum haft fjáraflanir sem við höfum boðið fram í samstarfinu. Við bjóðum þeim upp á að styðja samstarfið með þeim hætti áfram í sumar og svo verði skiptingin framkvæmd í haust,“ sagði Eiríkur. Þær fjáraflanir sem hann nefnir eru í tengslum við rekstur sjoppa á heimaleikjum KA og í tengslum við rekstur á N1-mótinu sem fer fram hvert sumar á Akureyri.Ekki komið illa fram við leikmennEiríkur ítrekar að samstarfinu hafi verið sagt upp í september síðastliðinn og að nú sé komið að því að taka ákvörðun um framhaldið. „Það er bara komið að því að tilkynna inn lið til keppni. Það eru síðustu forvöð til þess.“ Hann segir enn fremur að Hrefna Torfadóttir, formaður KA, hafi tilkynnt Árna um ákvörðun stjórnarinnar í símtali áður en tilkynningin var birt á heimasíðu félagsins. „Fyrir suma kom þetta á óvart, aðra ekki,“ segir Eiríkur en telur hann að það sé verið að koma illa fram við leikmenn sem hafi fyrst frétt þetta á fréttamiðlum í gærkvöldi? „Nei, það tel ég ekki. En ég ítreka að þetta var ekki létt ákvörðun.“Afrekin segja ekki alltAfar líklegt er að hvorki Þór né KA myndu ná að tefla fram jafn sterkum liðum nú og sameinuð lið félaganna, hvort sem er í handbolta eða fótbolta. „Til skammst tíma getur verið að það verði þannig. En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ segir Eiríkur. „Ég geri mér grein fyrir því að árangur sameinaðs liðs hefur verið mjög góður. En það segir ekki alla söguna.“ „Í sumum tilvikum erum við með afreksfólk sem vill ná sem allra lengt. En við erum líka með aðra iðkendur sem hafa gaman að því að stunda sína íþrótt.“ „Það er til dæmis mikið brottfall hjá stúlkum sem ganga upp úr þriðja flokki upp í annan [sem keppir undir merkjum Þórs/KA] og það er meðal annars rakið til þess að það er erfitt að fara á milli. Við erum líka að sinna þeim hópi með því að taka þessa ákvörðun.“ Andinn gæti verið betri Eiríkur segir að það sé algengt að íþróttafélög taki ákvarðanir sem þessar - að starfa saman og slíta svo samstarfinu. Hann vísaði til ÍBA sem tefldi fram sameiginlegum liðum á Akureyri á árum áður sem og samstarfs Gróttu og KR í handboltanum á sínum tíma. „Stundum vinna íþróttafélög saman, og stundum ekki,“ sagði hann. En telur hann að það hafi súrnað í samstarfi liðanna að undanförnu, sem hafi gert það að verkum að þessi ákvörðun var tekin af hálfu KA? „Ég tel allavega að samstarfið og andinn á milli félaganna gæti verið betri.“
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira