Það er ekki óalgeng sjón í NFL-deildinni að sjá leikmenn hella í sig Gatorade eða vatnsglasi. Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, fer aftur á móti sínar eigin leiðir.
Hann er með Gatorade-glas eins og aðrir en í hans glasi er sérdrykkur. Hvað nákvæmlega er í þessum drykk Bradys er á huldu.
„Þetta er sítrónudrykkur sem er stútfullur af jónum og einhverju dóti. Það er enginn sykur í honum. Þessi drykkur virkar mjög vel fyrir mig,“ sagði Brady.
„Ég veit ekki hvernig þeir gera þennan drykk. Það er þjálfaraliðið sem bjó til þennan drykk og ég er mjög ánægður með hann.“
Það er einhver ástæða fyrir því að hinn 39 ára gamli Brady virðist ekki eldast. Það er þessi drykkur og svo borðar hann ekki sykur, hvítt hveiti, ólífuolíu, salt, tómata, sveppi, koffín og margt annað sem er ekki gott fyrir líkamann.
Til þess að halda sér í formi, og með fulla orku, á þessum aldri er Brady með einkakokk sem eldar allt ofan í hann. Kokkurinn segir að mataræðið sé 80 prósent grænmeti og 20 prósent margt annað eins og brún hrísgrjón, kínóa og baunir.
Brady drekkur ekki Gatorade
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
