Rannsókn á hvarfi Friðriks: „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 10:27 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, á flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30