NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 12:49 Brock Osweiler fagnar en hann leiddi Houston Texans til sigurs. Vísir/Getty Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins. NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins.
NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira