Selfyssingar stöðvuðu sigurgöngu Ólafsvíkinga í Futsal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 15:29 Íslandsmeistarar Selfoss. Richard Sæþór Sigurðsson tók við bikarnum Vísir/Stefán Selfoss er Íslandsmeistari karla í futsal eftir 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í karlaflokki en stelpurnar tóku þennan titil fyrir ári síðan. Gylfi Dagur Leifsson og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu fyrir Selfoss í úrslitaleiknum en sigurmarkið var hinsvegar sjálfsmark Ólafsvíkinga. Selfyssingar lönduðu gullinu án fyrirliða sína en Ingi Rafn Ingibergsson fékk rautt spjald á 24. mínútu fyrir sitt annað gula spjald. Ólafsvíkingar léku manni fleiri í tvær mínútur en náðu ekki að nýta sér það. Ólafsvíkingar áttu möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum og þeir komust tvisvar yfir í úrslitaleiknum. Leikurinn snérist hinsvegar á tveggja mínútna kafla stuttu eftir að Ólafsvíkinga komust í 2-1. Ásgrímur Þór Bjarnason jafnaði metin eftir mikið einstaklingsframtak og Emir Dokara varð síðan fyrir því að skora sjálfsmark rúmri mínútu síðar. Tomasz Luba fékk tækifæri til að jafna metin skömmu siðar en lét þá Þorsteinn Daníel Þorsteinsson verja frá sér vítaspyrnu. Ólafsvíkingar hafa spilað sex sinnum til úrslita í Futsal á síðustu sjö árum, unnið þrisvar en þrisvar þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Selfoss - Víkingur Ó. 3-2 (0-1)Mörkin: 0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (10.)- Hálfleikur - 1-1 Gylfi Dagur Leifsson (23.) 1-2 Kristinn Magnús Pétursson (32.) 2-2 Ásgrímur Þór Bjarnason (34.) 3-2 Sjálfsmark Emir Dokara (35.) - Ingi Rafn Ingibergsson fékk rautt spjald á 24. mínútu fyrir sitt annað gula spjald. - Þorsteinn Daníel Þorsteinsson varði víti frá Tomasz Luba á 35. mínútu. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Selfoss er Íslandsmeistari karla í futsal eftir 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í karlaflokki en stelpurnar tóku þennan titil fyrir ári síðan. Gylfi Dagur Leifsson og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu fyrir Selfoss í úrslitaleiknum en sigurmarkið var hinsvegar sjálfsmark Ólafsvíkinga. Selfyssingar lönduðu gullinu án fyrirliða sína en Ingi Rafn Ingibergsson fékk rautt spjald á 24. mínútu fyrir sitt annað gula spjald. Ólafsvíkingar léku manni fleiri í tvær mínútur en náðu ekki að nýta sér það. Ólafsvíkingar áttu möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á fimm árum og þeir komust tvisvar yfir í úrslitaleiknum. Leikurinn snérist hinsvegar á tveggja mínútna kafla stuttu eftir að Ólafsvíkinga komust í 2-1. Ásgrímur Þór Bjarnason jafnaði metin eftir mikið einstaklingsframtak og Emir Dokara varð síðan fyrir því að skora sjálfsmark rúmri mínútu síðar. Tomasz Luba fékk tækifæri til að jafna metin skömmu siðar en lét þá Þorsteinn Daníel Þorsteinsson verja frá sér vítaspyrnu. Ólafsvíkingar hafa spilað sex sinnum til úrslita í Futsal á síðustu sjö árum, unnið þrisvar en þrisvar þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Selfoss - Víkingur Ó. 3-2 (0-1)Mörkin: 0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (10.)- Hálfleikur - 1-1 Gylfi Dagur Leifsson (23.) 1-2 Kristinn Magnús Pétursson (32.) 2-2 Ásgrímur Þór Bjarnason (34.) 3-2 Sjálfsmark Emir Dokara (35.) - Ingi Rafn Ingibergsson fékk rautt spjald á 24. mínútu fyrir sitt annað gula spjald. - Þorsteinn Daníel Þorsteinsson varði víti frá Tomasz Luba á 35. mínútu.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira