Meiri aðsókn í Kvennaathvarfið um jólahátíðina Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 14:40 „Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður. Vísir/GVA Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður. Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður.
Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira