Meiri aðsókn í Kvennaathvarfið um jólahátíðina Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 14:40 „Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður. Vísir/GVA Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður. Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður.
Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira