Það hefur verið leitað lengi að Trölla og nú virðist hann vera fundinn í Bill Belichick, þjálfara New England Patriots í NFL-deildinni.
Það hefur nú komið í ljós að Belichick rak leikmann á jóladag í fyrra. Svoleiðis gera menn ekki. Belichick hefur alla tíð þótt kaldur en þetta er líklega meira en menn trúðu af honum.
Leikmaðurinn heitir Asante Cleveland og var að njóta jólamatarins með félögum sínum er síminn hringdi.
„Hann var bara blessaður. Bill hérna. Sagði mér svo að við þyrftum að gera breytingar á hópnum og þess vegna ert þú úti,“ sagði Cleveland er hann rifjar upp þetta eftirminnilega jólasímtal.
„Ég reyndi nú samt að óska honum gleðilegra jóla í lok símtalsins en ég held hann hafi ekki heyrt það. Hafi verið búinn að skella á því ég fékk enga kveðju til baka.“
San Diego nældi í hann nokkrum dögum síðar og Cleveland segist hafa lært af þessu að slökkva á símanum um jólin.
Belichick er Trölli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





