MLB-deildin er nú búin að setja í gang herferð gegn einelti í deildinni og hluti af þeirri herferð er að banna kjóla í busavígslum.
Búið er að banna fjölda annarra búninga þar sem gert er grín að kyni, húðlit, kynhneigð og öðru álíka.
Honored to be one of the last players ever to be dressed up as a woman pic.twitter.com/NenUSzBG6k
— Ross Stripling (@RossStripling) December 13, 2016
Yfirmenn deildarinnar segja að nú séu breyttir tímar og því tími til að hætta þessari vitleysu.
Einnig er búið að banna notkun áfengis í busavígslunum og það má heldur ekki troða hvaða mat sem er í nýliðana. Einnig er tekið fram að það megi ekki láta þá taka eiturlyf en það er ansi sérstakt að taka þurfi slíkt sérstaklega fram.