Kevin Durant yfirgaf Oklahoma City Thunder liðið í sumar eftir átta ár með liðinu og samdi við Golden State Warriors. Margir íbúar í Oklahoma City og nágrenni máluðu hann sem svikara.
Durant hefur fundið sig vel á nýjum stað í Oakland en hann hefur ekki gleymt tengingum sínum til Oklahoma City.
Góðgerðasamtök Kevin Durant ákváðu að gefa skóla heimilislausra barna, Positive Tomorrows , 57 þúsund dollara á dögunum en það jafngildir sex og hálfri milljón í íslenskum krónum.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kevin Durant kemur sterkur inn hjá Positive Tomorrows skólanum. Hann hefur gefið börnum skólans skó á jólum, hann fjármagnaði sumarnámskeið og hann borgaði fyrir nýtt eldhús og kaffiteríu í skólanum.
Nú er að sjá hvort fólkið í Oklahoma City sé tilbúið að taka Kevin Durant eitthvað í sátt en hann mætir þangað í fyrsta sinn með Golden State Warriors liðinu 11. febrúar á nýju ári.
Thrilled to announce that @KDTrey5 just gifted $57K to our school to help us serve even more students. Thank you KD! https://t.co/wDjEcjrzCN
— Positive Tomorrows (@ptokc) December 13, 2016
#ICYMI Warriors Star Kevin Durant Donates $57,000 to Oklahoma School for Homeless Kids - https://t.co/uio9nxWhhy
— Def Pen Hoops (@DefPenHoops) December 14, 2016