Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Hér er Maxine Ingalls að kenna laufabrauðsgerð. Mynd/Tammy Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Þrátt fyrir að vera búsettir í Winnipeg-fylki, mörg þúsund kílómetra frá Íslandi, heldur hluti afkomenda vesturfaranna í íslenskar jólahefðir. Sumar hefðirnar hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. „Við opnuðum gjafirnar alltaf á aðfangadag og það var ekki fyrr en ég var fullorðin sem ég komst að því að annar háttur var hafður á annars staðar,“ segir Tammy Axelsson hjá Íslendingasafninu í Gimli. Tammy lærði hér á landi og giftist íslenskum manni. Á uppvaxtarárum hennar var bökuð vínarterta og pönnukökur kringum jólin en jólamaturinn sjálfur var ekki íslenskur. Eftir giftingu er hins vegar hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar á borðum. „Ég sjálf fékk ekki í skóinn frá jólasveinunum þegar ég var lítil en börnin okkar fá í skóinn og þekkja alla jólasveinana,“ segir Tammy. Mismunandi er hvað börn fá í skóinn þegar þau eru óþekk. Sumir vinna með gömlu góðu kartöfluna meðan aðrir hafa prófað sig áfram með úldna tómata. Þá hittast Íslendingar reglulega fyrir jólin til að baka laufabrauð og borða skötu á Þorláksmessu. „Það er alltaf einhver nýkominn frá Íslandi sem kemur með þetta með sér,“ segir Tammy en sjálf borðar hún ekki skötu. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Maðurinn minn þarf að elda þetta úti á svölum, inni í bílskúr eða helst heima hjá einhverjum öðrum.“ Hjá öðrum afkomendum Íslendinga hafði fjarlægðin við Ísland talsverð áhrif á jólahefðirnar. Hjá Elvu Simondsen komu jólasveinarnir til dæmis aðeins á aðfangadag því það var alltof langt fyrir þá að ferðast daglega milli Íslands og Kanada. „Mamma sagði okkur ýmsar sögur frá Íslandi en aðlagaði þær aðstæðum hérna,“ segir Elva sem þótti alltaf erfitt að átta sig á jólasveinunum sem bjuggu í fjöllum enda engin fjöll að finna á svæðinu. „Þegar þú hefur aldrei séð fjall er afar erfitt að skilja hugtakið.“ Systkinin fengu alltaf föt á jólunum svo að þau lentu ekki í jólakettinum. Móðir þeirra bakaði íslenskar pönnukökur, en systir Elvu notar enn þá pönnukökupönnu, og jólamaturinn var kalkúnn. „Við bjuggum á kalkúnabúgarði svo það lá beinast við. Hins vegar fórum við oft í matarboð á jóladag þar sem hangikjöt var í boði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira