Borgarlína og aðrar samgöngulínur Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. desember 2016 07:00 Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. Umræðan um samgöngumál hér á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu snúist um fyrirhugaða Borgarlínu, minna hefur verið rætt um aðrar samgönguúrbætur s.s. bætt og betri samgöngumannvirki og því síður hefur verið rætt um aðrar og einfaldari leiðir til að draga úr umferðarhnútum á álagstímum.Borgarlínan Ein af meginforsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan sem er hraðvagna- eða lestakerfi í gegnum alla meginása höfuðborgarsvæðisins, markmiðið er að notkun á almenningssamgöngum fari úr 4% árið 2016 í 12% árið 2040. Allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu styðja uppbyggingu almenningssamgangna enda þjóðhagslega hagkvæmt og ekki síður umhverfislega mikilvægt að minnka notkun einkabílsins eins og kostur er. Þó svo að markmið Borgarlínunnar náist og veruleg aukning verði á notkun almenningssamgangna má gera ráð fyrir áframhaldandi umferðarteppum á álagstímum. Helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki vaxið í takt við aukna umferð, skort hefur á pólitískan vilja hjá sveitarstjórnum á að þrýsta á úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, áherslan hefur verið á eitthvað annað og því sitjum við föst í umferðinni, á morgnana og svo aftur síðdegis.Einfalda og ódýra leiðin Þar sem fyrirséð er að ekki verður til fjármagn í fjárfrekar framkvæmdir á helstu umferðarmannvirkjum og miklum fjármunum verður varið í almenningssamgöngur á næstu árum þarf að bregðast við vandanum sem við okkur blasir á álagstímum í umferðinni. Öll komumst við greiðlega á milli staða á milli kl. 08:30 og 16:00 og svo aftur frá kl. 17:30 – 07:30. Vandamálið í umferðinni eru tvær og hálf klst. Á álagstímum í umferðinni eru flestir ökumenn annað hvort opinberir starfsmenn eða nemendur, allir þessir ökumenn þurfa að vera mættir eitthvert á sama tíma, og þá helst miðsvæðis í Rvk. Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn. Það sem þarf til er að leggja réttu línuna með samtali og skipulagi, þannig mun sparast fé og dýrmætur tími. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun