Fjölnir er sigurvegari Bose-mótsins í knattspyrnu í ár en þar með er fyrsta móti undirbúningatímabilsins í knattspyrnu lokið.
Fjölnir hafði öruggan sigur gegn FH í úrslitaleiknum í kvöld, 6-1. Bojan Stefán Ljubicic kom Fjölni yfir á fjórtándu mínútu en Atli Guðnason jafnaði metin fyrir Hafnfirðinga mínútu síðar.
Fjölnir tók þá öll völd í leiknum. Ægir Jarl Jónsson, Viðar Ari Jónsson, Þórir Guðjónsson, Ingimundur Níels Óskarsson og Ingibergur Kort Sigurðsson bættu við mörkum fyrir Grafarvogsliðið.
Fjölnismenn höfnuðu í fjórða sæti Pepsi-deildar karla í haust sem er besti árangur félagsins frá upphafi.
Fjölnir fór illa með Íslandsmeistarana
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið









Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti