Hinn magnaði innherji New England Patriots, Rob Gronkowski, er á leið undir hnífinn í dag.
Bakið á honum er mjög slæmt og ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð.
Hann verður frá í að minnsta kosti átta vikur og tímabilið er líklega búið hjá honum. Félagið vill þó ekki alveg afskrifa hann strax enda gæti Patriots hæglega farið alla leið og nýtt krafta leikmannsins á lokasprettinum ef hann treystir sér.
Bakmeiðsli hafa plagað Gronk allan sinn feril og hann missti af öðru ári sínu í háskólaboltanum vegna bakmeiðsla.
Gronk er búinn að spila átta leiki í vetur. Hann greip 25 bolta í þeim leikjum fyrir 540 jördum og þrem snertimörkum.
