NFL: Enginn virðist geta stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýliðarnir öflugu Dak Prescott og Ezekiel Elliott. Vísir/Getty Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót. NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Sjá meira
Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót.
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti