Það fór ekki vel hjá leikstjórnanda NFL-liðsins Cleveland Browns, Robert Griffin III, er hann mætti á leik síns liðs um helgina.
Venju samkvæmt þá lagði hann í bílastæði leikmanna á heimavelli félagsins. Eftir leik þá kárnaði gamanið hjá leikstjórnandanum er hann sá að það var búið að ræna sig og unnusta sína.
Þau höfðu skilið veskin sín eftir í bílnum og var búið að tæma þau meðan á leik stóð.
Griffin, oftast kallaður RG3, gekk í raðir félagsins fyrir leiktíðina og meiddist í fyrsta leik. Hann hefur ekki spilað síðan. Cleveland er búið að tapa öllum tólf leikjum sínum á tímabilinu.
Leikstjórnandi Browns rændur á heimavelli félagsins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn