Það er ekki hægt að segja að honum hafi þótt það eitthvað erfitt því hann fór gjörsamlega á kostum og var langstigahæsti leikmaður vallarins með 39 stig í öruggum sigri Golden State. Stephen Curry var með 21 stig og Klay Thompson 18.
Hjá Oklahoma var Victor Oladipo stigahæstur með 20 stig og Russell Westbrook náði aðeins að skora 20 stig að þessu sinni. Westbrook setti aðeins niður 4 af 15 skotum sínum í leiknum.
Golden State búið að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum í vetur. Oklahoma var aftur á móti að tapa sínum fyrsta leik og er 4-1 eins og Golden State.
Meistarar Cleveland eru aftur á móti 5-0 og fórnarlamb Cleveland í nótt var Boston þar sem LeBron James skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Cleveland.
Úrslit:
Orlando-Sacramento 102-94
Milwaukee-Indiana 125-107
Minnesota-Denver 99-102
Cleveland-Boston 128-122
Golden State-Oklahoma 122-96
Staðan í NBA-deildinni.