Tom Brady sneri aftur með látum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 07:00 Tom Brady fór á kostum í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, sneri aftur eftir að taka úr fjögurra leikja bann í gær þegar Patriots sótti Cleveland Browns heim í fimmtu leikviku deildarinnar. Það verður ekki annað sagt en fjórfaldi Super Bowl-sigurvegarinn hafi snúið aftur með látum en þessi 39 ára gamli leikstjórnandi kláraði 28 sendingar af 40 fyrir 406 jördum og þremur snertimörkum. Hann er elsti maðurinn í sögu deildarinnar til að ná slíkri tölfræði á þessum aldri. Auk Brady sneri innherjinn magnaði Rob Gronkowski aftur og munaði um minna fyrir New England. Gronk greip fimm bolta fyrir 109 jördum en það var hinn innherjinn, Martellus Bennett, sem kom frá Chicago fyrir tímabilið, sem sá um að skora. Hann skoraði þrjú snertimörk. New England er búið að vinna fjóra leiki af fimm og lítur ansi vel út og er nú komið með tvo langbestu leikmenn sína til baka. Hér má sjá það helsta úr leiknum og hér má sjá hver einasta kast Tom Brady í endurkomuleiknum.Ezekiel Elliott á fullri ferð gegn Bengals í gær.vísir/gettyNýliðarnir frábærir Denver Broncos tapaði á heimavelli fyrir Atlanta Falcons í gærkvöldi sem þýðir að Minnesota Vikings er nokkuð óvænt eina ósigraða liðið eftir fimm leikvikur. Minnesota fékk Houston í heimsókn í gær og pakkaði Texans saman, 31-13. Sam Bradford, leikstjórnandinn sem kom frá Philadelphia á síðustu stundu vegna meiðsla Teddy Bridgewater, heldur áfram að spila vel en hann kláraði 22 sendingar af 30 í gærkvöldi fyrir 271 jarda og tveimur snertimörkum. Hann er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. Nokkur lið eru með fjóra sigra og eitt tap en eitt þeirra er Dallas Cowboys sem pakkaði Cincinnati Bengals saman, 28-14, í sjónvarpsleik gærkvöldsins á Stöð 2 Sport HD. Dallas komst í 28-0. Nýliðarnir Dak Prescott, leikstjórnandi, og Ezekiel Elliott, hlaupari, halda áfram að spila eins og reynsluboltar en þeir eru búnir að vera magnaðir. Prescott, sem var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins í ár, er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu en óvíst er hvort Tony Romo, aðal leikstjórnandi liðsins, fái starfið sitt aftur þegar hann snýr til baka eftir meiðsli. Hlauparinn Ezekiel Elliott er að sýna öllum að hann verður ofurstjarna í deiildinni en hann hljóp lengra en 100 jarda þriðja leikinn í röð í gærkvöldi. Elliot hljóp í heildina 134 jarda í 15 tilraunum og skoraði tvö snertimörk. Hann skoraði eitt 60 jarda snertimark sem má sjá hér en allt það helsta úr leiknum má sjá með því að smella hér.Úrslit gærdagsins: Cleveland Browns - New England Patriots 13-33 Detroit Lions - Philadelphia Eagles 23-24 Indianapolis Colts - Chicago Bears 29-23 Miami Dolphins - Tennesse Tittans 17-30 Minnesota Vikings - Houston Texans 31-13 Pittsburgh Steelers - NY Jets 31-13 Denver Broncos - Atlanta Falcons 16-23 Dallas Cowboys - Cincinnati Bengals 28-14 Los Angeles Rams - Buffalo Bills 19-30 Oakland raiders - San Diego Chargers 34-31 Green Bay Packers - NY Giants 23-16 NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, sneri aftur eftir að taka úr fjögurra leikja bann í gær þegar Patriots sótti Cleveland Browns heim í fimmtu leikviku deildarinnar. Það verður ekki annað sagt en fjórfaldi Super Bowl-sigurvegarinn hafi snúið aftur með látum en þessi 39 ára gamli leikstjórnandi kláraði 28 sendingar af 40 fyrir 406 jördum og þremur snertimörkum. Hann er elsti maðurinn í sögu deildarinnar til að ná slíkri tölfræði á þessum aldri. Auk Brady sneri innherjinn magnaði Rob Gronkowski aftur og munaði um minna fyrir New England. Gronk greip fimm bolta fyrir 109 jördum en það var hinn innherjinn, Martellus Bennett, sem kom frá Chicago fyrir tímabilið, sem sá um að skora. Hann skoraði þrjú snertimörk. New England er búið að vinna fjóra leiki af fimm og lítur ansi vel út og er nú komið með tvo langbestu leikmenn sína til baka. Hér má sjá það helsta úr leiknum og hér má sjá hver einasta kast Tom Brady í endurkomuleiknum.Ezekiel Elliott á fullri ferð gegn Bengals í gær.vísir/gettyNýliðarnir frábærir Denver Broncos tapaði á heimavelli fyrir Atlanta Falcons í gærkvöldi sem þýðir að Minnesota Vikings er nokkuð óvænt eina ósigraða liðið eftir fimm leikvikur. Minnesota fékk Houston í heimsókn í gær og pakkaði Texans saman, 31-13. Sam Bradford, leikstjórnandinn sem kom frá Philadelphia á síðustu stundu vegna meiðsla Teddy Bridgewater, heldur áfram að spila vel en hann kláraði 22 sendingar af 30 í gærkvöldi fyrir 271 jarda og tveimur snertimörkum. Hann er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. Nokkur lið eru með fjóra sigra og eitt tap en eitt þeirra er Dallas Cowboys sem pakkaði Cincinnati Bengals saman, 28-14, í sjónvarpsleik gærkvöldsins á Stöð 2 Sport HD. Dallas komst í 28-0. Nýliðarnir Dak Prescott, leikstjórnandi, og Ezekiel Elliott, hlaupari, halda áfram að spila eins og reynsluboltar en þeir eru búnir að vera magnaðir. Prescott, sem var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins í ár, er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu en óvíst er hvort Tony Romo, aðal leikstjórnandi liðsins, fái starfið sitt aftur þegar hann snýr til baka eftir meiðsli. Hlauparinn Ezekiel Elliott er að sýna öllum að hann verður ofurstjarna í deiildinni en hann hljóp lengra en 100 jarda þriðja leikinn í röð í gærkvöldi. Elliot hljóp í heildina 134 jarda í 15 tilraunum og skoraði tvö snertimörk. Hann skoraði eitt 60 jarda snertimark sem má sjá hér en allt það helsta úr leiknum má sjá með því að smella hér.Úrslit gærdagsins: Cleveland Browns - New England Patriots 13-33 Detroit Lions - Philadelphia Eagles 23-24 Indianapolis Colts - Chicago Bears 29-23 Miami Dolphins - Tennesse Tittans 17-30 Minnesota Vikings - Houston Texans 31-13 Pittsburgh Steelers - NY Jets 31-13 Denver Broncos - Atlanta Falcons 16-23 Dallas Cowboys - Cincinnati Bengals 28-14 Los Angeles Rams - Buffalo Bills 19-30 Oakland raiders - San Diego Chargers 34-31 Green Bay Packers - NY Giants 23-16
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira